Innlent

Ný fjölmiðlasamsteypa á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/KK

Bæjarsjónvarpið á Akureyri, Samver, Traustmynd, Smit kvikmyndagerð og dagskrárblaðið Extra sameinuðust í eitt félag í dag undir nafninu N4. Nýja félaginu er ætlað að styrkja og bæta staðbundna fjölmiðlun á Akureyri. Aukin auglýsinga- og dagsrkárgerð er fyrirhuguð á Akyreyri og landinu öllu. Þá er stefnt að því að senda út staðbundnar fréttir í bæjarstjónvarpinu á Akureyri alla virka daga. Stjórnarformaður nýja félagsins er Steinþór Ólafsson en Þorri Jónsson og Hreiðar Júlíusson verða framkvæmdastjórar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×