Innlent

Svifryk 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk það sem af er ári

MYND/Vilhelm

Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er árinu en allt árið í fyrra fór það 21 sinni yfir mörkin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfssviði Reykjavíkurborgar. Svifryk fór tíu sinnum yfir heilsuverndarmörk í mars síðastliðnum og hefur farið fjórum sinnum yfir núna í apríl. Í tilkynningunni segir að sennilega þurfi að grípa til einhverra aðgerða ef halda eigi svifryksmengun af mannavöldum í skefjum, en árið 2010 verða mörkin að verða komin í sjö skipti. Umhverfissvið bendir á að helstu ráð til að draga úr svifryksmengun séu að fækka ferðum á bifreiðum, nota strætó og hjóla eða ganga á áfangastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×