Erlent

Merck gert að greiða skaðabætur

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt lyfjafyrirtækið Merck til að greiða manni jafnvirði tæplega 330 milljóna króna í skaðabætur fyrir að hafa leynt aukaverkunum verkalyfsins Vioxx.

Tveir menn fóru í mál við fyrirtækið þar sem þeir töldu að lyfið hefði orsakað hjartáfall sem þeir fengu. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að lyfið hefði aðeins verið orsakavaldur í öðru tilfellinu.

Kviðdómur metur það svo að Merck hafi ekki varað lækna og almenning við því í upphafi að þeir sem tækju lyfið í meira en eitt og hálft ár ættu á frekar á hættu að fá hjartaáfall og heilablóðfall.

Fyrirtækið má gera ráð fyrir annasömum dögum í réttarsölum Bandaríkjanna er mörg þúsund málaferli vegna lyfsins eru í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×