Innlent

Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli

Sparisjóður Vestfjarða fagnar 110 ára afmæli í dag. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur Ísafjarðarsýslu en nafninu var síðar breytt í Sparisjóð Þingeyrarhrepps. Árið 2001 runnu svo Sparisjóður Önundarfjarðar, Sparisjóður Súðavíkur og Eyrarsparisjóður inn í Sparisjóð Þingeyrarhrepps og að því tilefni fékk sparisjóðurinn það heiti sem hann ber í dag. Í tilefni tímamótanna verður opnuð sögusýning í Safnahúsinu á Ísafirði og verður hún opin almenningi næstu þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×