Innlent

Engin lausn í sjónmáli

Enn er engin varanlega lausn komin í samningadeilu milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefnd skipaðri af heilbrigðisráðherra, sem semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin hefur þó fallist á að greiða þeim ljósmæðrum áfram laun sem enn sinna skjólstæðingum sínum, þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út á miðnætti í gær.

Næsti fundur hefur ekki verið ákveðinn milli Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndarinna en Ljósmæðrafélagið hyggst funda með félögum sínum annað kvöld. Útlit er fyrir að þau 28 sængurkvennapláss sem eru á þremur deildum á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi fyllist fljótlega. Síðdegis í dag voru engin sængurkvennapláss laus á Hreiðrinu og meðgöngudeildinni. Staðan var þó nokkuð betri á sængurkvennadeildinni en þar voru nokkur laus pláss og margar mæður á heimleið á morgun. Um sexleitið í dag höfðu níu börn komið í heiminn í dag og þá voru fimm konur í fæðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×