Landsbjörg sátt við frammistöðuna 27. febrúar 2006 12:20 MYND/Ómar Ragnarsson RÚV Forsvarsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslu eru ánægðir með björgunaraðgerðir við mjög erfiðar aðstæður á Hofsjökli á laugardag þrátt fyrir að þrír tímar hafi liðið þar til komið var niður í sprunguna til hinna slösuðu. Björgunin á Hofsjökli var langstærsta björgunaraðgerð vetrarins og sú stærsta í langan tíma að sögn Landsbjargar, en alls tóku um þrjú hundruð björgunarmenn þátt í lofti og á landi. Vel gekk að samhæfa verkið enda eru sveitirnar vanar að æfa saman og starfa samkvæmt skýrum verklagsreglum. Kristján Maack sem stjórnaði aðgerðum, segir viðbragðstíma þyrlunnar og annarra fullkomlega eðlilegan, um 45 mínútur fari í flugtíma og þar að auki hafi þurft að leita að slysstaðnum í 30-40 mínútur. Hann segir fréttir RÚV um að fjarskipti hafi verið erfiðar milli björgunaraðila eiga sér eðlilegar skýringar. Þetta hafi í raun verið fyrirséð þar sem verið væri að vinna með erlendum aðilum sem þar að auki séu á vegum tveggja erlendra herliða. Gott samband hafi verið við dönsku þyrluna allan tímann á stuttbylgju en að bandaríski herinn sé aldrei stilltur inn á þá bylgjulengd sem íslenskir björgunaraðilar noti í aðgerðum. Þetta hafi verið leyst með milligöngu dönsku þyrlunnar sem hafi verið í góðu sambandi við Bandaríkjamennina og eins með góðri hjálp flugvéla sem voru á staðnum. Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Forsvarsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslu eru ánægðir með björgunaraðgerðir við mjög erfiðar aðstæður á Hofsjökli á laugardag þrátt fyrir að þrír tímar hafi liðið þar til komið var niður í sprunguna til hinna slösuðu. Björgunin á Hofsjökli var langstærsta björgunaraðgerð vetrarins og sú stærsta í langan tíma að sögn Landsbjargar, en alls tóku um þrjú hundruð björgunarmenn þátt í lofti og á landi. Vel gekk að samhæfa verkið enda eru sveitirnar vanar að æfa saman og starfa samkvæmt skýrum verklagsreglum. Kristján Maack sem stjórnaði aðgerðum, segir viðbragðstíma þyrlunnar og annarra fullkomlega eðlilegan, um 45 mínútur fari í flugtíma og þar að auki hafi þurft að leita að slysstaðnum í 30-40 mínútur. Hann segir fréttir RÚV um að fjarskipti hafi verið erfiðar milli björgunaraðila eiga sér eðlilegar skýringar. Þetta hafi í raun verið fyrirséð þar sem verið væri að vinna með erlendum aðilum sem þar að auki séu á vegum tveggja erlendra herliða. Gott samband hafi verið við dönsku þyrluna allan tímann á stuttbylgju en að bandaríski herinn sé aldrei stilltur inn á þá bylgjulengd sem íslenskir björgunaraðilar noti í aðgerðum. Þetta hafi verið leyst með milligöngu dönsku þyrlunnar sem hafi verið í góðu sambandi við Bandaríkjamennina og eins með góðri hjálp flugvéla sem voru á staðnum.
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira