Sport

Haukar unnu ÍBV

Haukar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í DHL-deild karla í handbolta í dag og unnu heimamenn 34-32 og komust þar með í efsta sæti deildarinnar.

Leikurinn í dag var mjög skemmtilegur á að horfa og æsispennandi. Haukar voru þó sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum 34-32 en það var Árni Sigtryggsson sem fór fyrir Haukunum og skoraði hann alls átta mörk í leiknum og var illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.

Með sigrinu tylltu Haukar sér á topp deildarinnar en þeir eru einu stigi á undan Fram sem tapaði fyrir Fylki í gærkvöldi. Þá vann Stjarnan sigur á HK í dag með sömu tölum, 34-32.

<b>Staðan í deildinni:</b>

1 Haukar - 27 stig

2. Fram - 26 stig

3. Valur - 25 stig

4. Fylkir - 20 stig

5. Stjarnan - 20 stig

6. KA - 19 stig

7. ÍR - 16 stig

8. UMFA - 15 stig

9. ÍBV - 15 stig

10. HK - 14 stig

11. FH -  13 stig

12. Þór - 12 stig

13. Selfoss - 7 stig

14. Vík/Fjö - 7 stig


    

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×