Sport

28. sæti niðurstaðan í alpatvíkeppninni

Dagný Linda Kristjánsdóttir
Dagný Linda Kristjánsdóttir Mynd/ Guðmundur Jakobsson
Dagný Linda Kristjánsdóttir lenti í 28. sæti í alpatvíkeppni á Ólympíuleikunum í Tórínó en það er samanlagður árangur í svigi og bruni. Dagný var í 31. sæti eftir svigið sem er ekki hennar sterkasta grein en náði góðum árangri í bruni og klifraði aðeins upp töfluna.

Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic varði Ólympíumeistaratitil sinn en Dagný Linda var 13,17 sekúndum á eftir henni.

Í samtali við Vísi.is sagðist Dagný vera virkilega sátt við árangurinn og unaði vel við sætið en aðalmarkmið hennar var að klára keppnina og safna sem flestum stigum.

Dagný keppir næst á morgun þegar hún rennir sér í stórsvigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×