Erlent

Friðargæsluliðar drepnir í Haítí

Friðargæsluliðar aka um í brynvörðum bílum í Port-au-Prince í Haítí.
Friðargæsluliðar aka um í brynvörðum bílum í Port-au-Prince í Haítí.

Tveir jórdanskir friðargæsluliðar voru skotnir til bana og sá þriðji særðist í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær. Ráðist var á þá á varðstöð í borginni en þar hefur verið róstursamt að undanförnu.

Friðargæsluliðar hafa verið í landinu frá árinu 2004 þegar forseta landsins, Jean Bertrand Aristide, var komið frá völdum en stuðningsmenn hans hafa látið ófriðlega í aðdraganda kosninga sem fram eiga að fara í næsta mánuði. Þeim hefur þegar verið frestað nokkrum sinnum en bráðabirgðastjórn hefur verið í landinu frá því að forsetinn flýði land. Hins vegar hafa yfirvöld og Sameinuðu þjóðirnar sagt að ekki komi til greina að fresta kosningunum enn einu sinni vegna árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×