Innlent

Tvö innbrot í bíla

MYND/Pjetur Sigurðsson

Rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Reykjavík í morgun og svo virðist sem fólk sé farið að venjast færðinni og fari varlegar en ella. Aðeins hefur verið tilkynnt um eitt umferðaróhapp og tvö innbrot í bíla í morgun.

Grýlukerti eru víða farin að vera ansi stór og á sumum stöðum, sérstaklega á húsum við Laugarveg, gætu þau verið hættuleg mönnum. Lögreglan vill minna húseigendur á að hreinsa grýlukertin af þakskeggjum húsa sinna vilji þeir ekki eiga á hættu að þau falli af húsunum á vegfarendur sem við það gætu slasast töluvert. Minnir lögreglan einnig á að húseigendur eru skaðabótaskyldir ef svo illa færi að vegfarandi slasaðist af þessum sökum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×