Erlent

Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fá að kjósa

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels. MYND/AP

Palestínumenn sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem, fá að greiða atkvæði í þingkosningunum 25. janúar. Ísraelska ríkisstjórnin tók ákvörðun um þetta á fundi sínum í morgun en málið er hið fyrsta af mörgum sem Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, þarf að greiða úr á næstunni. Samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar mega stjórnmálahreyfingar sem jafnframt hafa hernaðararm ekki bjóða sig fram í borgarhlutanum en undir þá skilgreiningu falla Hamas-samtökin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×