Erlent

Ritstjórn norska blaðsins Magazinet berast morðhótanir

Ritstjórn og blaðamönnum norska dagblaðsins Magazinet hafa borist morðhótanir með tölvupósti hvaðanæva úr heiminum eftir að það birti teikningar af Múhameð spámanni í vikunni. Þessar sömu myndir birtust í danska Jótlandspóstinum á nýliðnu hausti og fengu starfsmenn þar einnig morðhótanir í framhaldinu. Ritstjóri Magazinet hefur kært málið til lögreglu en hann fékk meðal annars póst stílaðan á sig þar sem stóð: "Þú ert sama sem dauður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×