Innlent

Framleiðslumet á Dalvík

Landvinnsla Samherja á Dalvík framleiddi meiri sjávarafurðir á síðasta ári en nokkru sinni fyrr á þeim sex árum sem liðin eru síðan Samherji yfirtók starfsemina. Um 10.600 tonn voru unnin í landvinnslunni í fyrra og er það níu prósenta aukning frá árinu áður þegar framleiðslan nam 9.600 tonnum.

Framleiðslan hefur aukist á hverju ári síðan Samherji tók við landvinnslunni og er stefnt að því að hún aukist enn á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×