Innlent

Þrjár brennur á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex

Frá brennu á gamlárskvöld.
Frá brennu á gamlárskvöld. MYND/Heiða Helgadóttir

Kveikt verður í þremur þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu klukkan sex í dag, en eins og kunnugt er þurfti að fresta öllum brennum á svæðinu á föstudaginn var vegna veðurs. Kveikt verður í brennum á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn á móts við Sæmundarsel.

Þá verða flugeldasýningar við Gufunes og Fagralund í Kópavogi á sama tíma og við Sæmundarsel klukkan sjö. Hætt hefur verið við þrjár brennur, brennuna á Ásvöllum í Hafnarfirði, brennuna við Fagralund í Kópavogi og brennuna á Ægissíðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×