Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 11% á síðasta ári

Mynd/Teitur

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 11% á síðasta ári. Það eru um 800 fleiri farþegar en árið 2004. Þá fjölgaði einnig farþegum sem minnilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið um 13%. Þessi fjölgun er í samræmi við farþegaspá sem breskt fyrirtæki gerði í upphafi ársins 2005. Sú spá gerir ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Flugstöðin verður stækkuð umtalsvert í nokkrum áföngum. Stækkunin er þegar hafin og gert er ráð fyrir að henni ljúki árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×