Innlent

Búið að moka vegi víða á Vestfjörðum

Búið er að moka Kleifarheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði á Vestfjörðum. Verið er að moka Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp, þó ekki Eyrarfjall. Það eru hálkublettir á Ströndum og í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði, Öxnadalsheiði og í Víkurskarði en þar fyrir austan er greiðfært um Norðausturland og Austurland.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir á Öxi en annað er greiðfært. Hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum eins og á flestum vegum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er víða ýmist hálka eða hálkublettir. Á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×