Innlent

Enn leitað vitna að árás á stúlku sem beið í strætóbiðskýli

Rannsóknarlögreglan leitar enn vitna að árás karlmanns á 16 ára gamalli stúlku í strætóskýli við Miklubraut á föstudagskvöldið. Stúlkan var að bíða eftir strætosvagni í biðskýli milli hálf-níu og níu og lenti í átökum við karlmann. Átökin bárust að Sogavegi þar sem stúlkunni tókst að losa sig frá manninum. Talið er að maðurinn hafi jafnvel beðið í bíl í nágrenninu áður en hann veittist að stúlkunni en lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að átökunum eða séð til grunsamlegs bíls í nágrenni Sogavegs, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×