Innlent

Gefur ekki kost á sér í sameiginlegu prófkjöri fyrir sveitastjórnarkosningarnar

Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Ísafirði mun ekki gefa kost á sér í sameiginlegu prófkjöri minnihlutaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Bryndís hefur verið í bæjarstjórn á Ísafirði og í Ísafjarðarbæ meira og minna í um 15 ár. Bryndís hyggst leita nýrra tækifæra innan Samfylkingarinnar og hún segist ekki vera hætt í stjórnmálum. Bryndís segist ekki útiloka framboð til Alþingis en of snemmt sé að ákveða slíkt.

Fréttavefurinn Bæjarins besta á Ísafirði greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×