Innlent

Starfsfólk leikskóla Kópavogs bíður svara til 20. janúar

MYND/Vilhelm

Allt útlit er fyrir að ófaglært starfsfólk á leikskólum í Kópavogi dragi uppsagnir sínar til baka, en það er þó háð því að sátt náist í launamálum.

Nú þegar hafa fimmtíu og níu starfsmenn sagt upp á leikskólum bæjarins og þar af eru fimmtíu ófaglærðir. Jófríður Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, sagði í samtali í morgun að á næstu dögum væri búist við enn fleiri uppsögnum. Hún reiknaði með að eftir helgi yrði talan líklega komin upp í áttatíu. Hún sagði mikinn urg vera í ófaglærðum starfsmönnum leikskólanna og að þeir vildu skýr svör ekki síðar en tuttugasta og fyrsta þessa mánaðar. Því á fundi í síðdegis í gær sem bæjarstjórnin hélt með starfsmönnum leikskólanna var lofað launahækkunum til þeirra lægst launuðu . Þ að loforð er háð niðurstöðu fundar bæjarstj ó rnar með launanefnd sveitarfélaganna þann tuttugasta janúar næstkomandi.

Uppsagnir þeirra sem nú hafa sagt upp taka gildi um næstu mánaðamót svo að bæjarstjórn hefur tíu daga til að semja við starfsfólk leikskólanna og komast þannig hjá algerri manneklu.

Bæjarstjórn Kópavogs hyggst halda fund með leikskólakennurum næstkomandi mánudag og einnig með fulltrúum foreldraráða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×