Innlent

Tveir úrskurðaðir í gsæluvarðhald vegna dreifingar á fíkniefnum

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Mynd/Vísir

Lögreglan á Ísafirði handtók tvo einstaklinga við húsleit sem gerð var á Ísafirði í gær. Lagt var hald á nokkurt magn fíkniefna, áhöld og fjármuni sem ætlað er að tengist sölu fíkniefna. Einstaklingarnir tveir eru grunaðir um dreifingu á fíkniefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði þá í gæsluvarðhald til klukkan 16 næstkomandi þriðjudag. Lögreglan á Ísafirði vinnur að rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×