Innlent

Verið að hreinsa vegi á Vestfjörðum

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en flestar leiðir á Suðurlandi eru greiðfærar. Á Snæfellsnesi er víða hálka eða snjóþekja og þæfingur er á Fróðárheiði og þar er verið að moka. Þá er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði. Eins og er er ófært yfir Kleifaheiði en verið er að moka. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru ófærar og sömuleiðis Eyrarfjall. Verið er að hreinsa vegi í Ísafjarðardjúpi og yfir Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi vestra er víða hálkublettir. Á Öxnadalsheiði og Möðrudalsöræfum er hálka en annars er að mestu greiðfært um Norðasutur- og Austurland. Á Suðausturlandi er greiðfært utan þæfings sem er á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×