Innlent

Stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar voru innsigluð í dag

Danska ríkið er einn helsti viðskiptavinur Atlas Ejendomme en hið opinbera leigir rúm tuttugu prósent fasteignanna, en samtals ræður félagið um eitthundrað og fimmtíu þúsund fermetrum. Alls eru rúm áttatíu prósent skrifstofuhúsnæði en fjórtán prósent hýsa verslanir, veitingastaði og hótel. Þetta er fyrsta stóra fjárfesting Stoða utan Íslands en margar byggingarnar hafa mikið sögulegt gildi fyrir miðborg Kaupmannahafnar. Kristín Jóhannesdóttir stjórnarformaður Stoða segir þetta stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar en þau séu einnig mjög stór á danskan mælikvarða. Stoðir nær tvöfalda stærð sína með þessum kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×