Innlent

Óánægja um ráðningu framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur

Frá Bolungarvík
Frá Bolungarvík Mynd/Birgir Þór Halldórsson

Magnús Ólafs Hansson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur til eins árs í stað Ólafs Kristjánssonar. Tveir bæjarfulltrúar í Bolungarvík, Soffía Vagnsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, og Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lýstu yfir undrun sinni á því að staðan hafi ekki verið auglýst opinberlega en Soffía telur það óásættanlegt að opinbert starf skuli ekki vera auglýst. Magnús Ólafs er húsgangasmiður og hefur starfað við matvælaframleiðslu í Bolungarvík. Heilbrigðisráðherra skipaði í stöðuna. Magnús Ólafs hóf störf um áramót.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×