Innlent

Laun á Íslandi há samanborið við önnur Evrópulönd

Mynd/Vísir

Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, og verslunar- og viðgerðarþjónusta. Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þessum atvinnugreinum í öllum samanburðarlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×