Innlent

Lífeyrissjóður Norðurlands og Lífeyrissjóður Austurlands hyggja á sameiningu

Stjórnir Lífeyrissjóðs Norðurlands og lífeyrissjóðs Austurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að athuga möguelika á sameiningu sjóðanna. Markmið sameiningarinnar er að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhættudreyfingu og ávöxtun eigna og hámarka með þeim hætti lífeyrisréttindi sem sameinaður sjóður getur veitt sjóðsfélögum sínum. Gert er ráð fyrir að sameingin sjóðanna byggi á stöðu þeirra í lok síðasta árs. Félagasvæði Lífeyrissjóðs Austurlands nær frá Hornafirði til Bakkafjarðar og félagssvæði Lífeyrissjóðs Norðurlands nær frá Þórshöfn til Hrútafjarðar. Svæði sameiginlegs lýfeyrissjóðs mun því ná til alla íbúa á Norður- og Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×