Innlent

Fjármálaeftirlitið líklega vanhæft

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. MYND/Pjetur

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að ekki hafi myndast nýr virkur eignarhlutur á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í fyrra, það hafi einungis verið vel heppnuð stjórnarbylting. Vafasamt sé að Fjármálaeftirlitið sé hæft til að fjalla um málið og að því hafi verið tilkynnt um væntanlegt stjórnarframboð fyrir aðalfundinn.

"Ég held það hafi nú ekkert brugðist í upplýsingagjöfinni fyrir aðalfundinn í Sparisjóðnum í aprílmánuði. Það var farið á fund Fjármálaeftirlitsins og þeim var gerð grein fyrir hvað væri verið að gera og óskað liðsinnis þeirra til að komast að raun um hvort sitjandi meirihluti þá hefði farið að reglum um sparisjóðinn," segir Sigurður.

Sigurður segir að ekki hafi myndast nýr virkur eignarhlutur á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í fyrra, þeir sem þá hafi náð kjöri hafi gert það með stuðningi gamalla stofnfjáreigenda. Síðan hafi stofnfjárhlutir gengið kaupum og sölum en enginn gefið sig fram í þeim efnum.

Sigurður efast um að Fjármálaeftirlitið sé hæft til að beita sér í máli Sparisjóðs Hafnarfjarðar. "Það sem mér finnst óþægilegt í þessu máli er að Sigurjón Þórðarson Ríkisendurskoðandi er stofnfjáreigandi í Sparisjóðnum, stuðningsmaður Mattíasar Matthiesen og endurskoðandi Fjármálaeftirlitsins. Það finnst mér skapa aðstæður sem geri Fjármálaeftirlitið vanhæft."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×