Innlent

Tryggir gasframboð í Evrópu

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Mosvku, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja.

Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var en hingað til hafa Úkraínumenn borgað þrjú þúsund krónur fyrir sama magn. Þetta er þó mun betra verð en Rússar kröfðust í fyrstu, en þá vildu þeir rúmar fjórtán þúsund krónur fyrir þúsund rúmmetra af gasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×