Innlent

Nýtt kerfi langdrægara en NMT

Fleiri en eitt símafyrirtæki geta boðið upp á nýja langdræga farsímakerfið sem tekur við af NMT árið 2008.
Fleiri en eitt símafyrirtæki geta boðið upp á nýja langdræga farsímakerfið sem tekur við af NMT árið 2008. MYND/Valli

Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja líftíma NMT-farsímakerfisins um tvö ár. Stefnt er að því að nýtt, fjölhæfara og jafnvel langdrægara kerfi verði komið í noktun áður NMT-farsímakerfið verður lagt niður.

Forsvarsmenn Símans tilkynntu Póst- og fjarskiptastofnun fyrir nokkru að þeir hygðust leggja niður langdræga NMT farsímakerfið um næstu áramót. Nú hefur stjórn Póst- og fjarskiptastofnunar hins vegar ákveðið að nýta sér heimild sína í leyfi Símans til reksturs NMT-farsímakerfis til að framlengja líftíma kerfisins um tvö ár.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir ástæðuna fyrir því að heimildin var nýtt þá að stofnunin vildi tryggja samfellu í langdrægum farsímasamskiptum. Útlit sé fyrir að tilraunir með nýtt langdrægt farsímakerfi hefjist á næsta ári og að það verði tekið í notkun á næsta ári. Hann segir að það kerfi verði í það minnsta jafn langdrægt og NMT-kerfið en að auki sé það mun betra kerfi en NMT-kerfið þegar litið er til gagnaflutninga.

Það er tvenns konar tækni sem kemur til greina sem arftaki NMT-farsímakerfisins en bæði verða send út á 450 Megaherza kerfinu hefur verið notað fyrir rekstur NMT-farsímakerfisins. Annar valkosturinn er GSM 450. Helstu kostir þess kerfis eru að það er tiltölulega ódýrt í uppbyggingu og hægt er að nota fyrirliggjandi búnað. Hinn kosturinn er CDMA. Það er öflugra en GSM 450 og í talsverðri sókn erlendis meðan útbreiðsla GSM 450 hefur verið takmörkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×