Innlent

Búist við mikilli litadýrð í góðu veðri í kvöld

MYND/Heiða

Búast má við mikilli litadýrð á himnunum í kvöld þegar landsmenn fagna áramótunum í hæglætisveðri um allt land. Áætlað er að um 500 þúsund flugeldum verði skotið á loft í kvöld og hefur flugeldasala hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu gengið mjög vel að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Landbjargar.

Jón segir að salan verði að minnsta kosti svipuð og í fyrra sem var metár en ekki liggi fyrir nákvæmlega hversu mikið hafi selst. Jón segir Landsbjargarmenn vera mjög sátta og þakkláta landsmönnum fyrir stuðninginn en Landsbjörg flutti inn á bilinu 500-600 tonn af flugeldum fyrir þessi áramót.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis óskar landsmönnum árs og friðar og þakkar samskiptin ár árinu sem er að líða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×