Innlent

Skerðir tengsl við félagsmenn

Tengsl verkalýðshreyfingarinnar við atvinnulausa félagsmenn sína rofna ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingasjóð verður að lögum segir formaður Eflingar. Þó heldur hafi dregið úr því á síðari árum að verkalýðsfélög haldi utan um atvinnuleysisbætur fara stór félög á borð við Eflingu og VR enn með þetta verkefni. Þetta breytist þó ef frumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingar verður að lögum og starfsemin færist til Vinnumálastofnunar. Og það geðjast Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar, ekki. Hann segir að með þessi skerist á tengsl verkalýðshreyfingarinnar við atvinnulausa félagsmenn sína. Umsjónin með atvinnuleysisbótunum hafi orðið til þess að fólk gæti sótt um bæturnar og um leið fengið upplýsingar um aðra þjónustu sem verkalýðsfélögin bjóða félagsmönnum sínum upp á.

Sigurður segir það skipta miklu fyrir félagsmenn að verkalýðshreyfingin ákveði atvinnuleysisbætur en að ein úthlutunarnefnd sjái um það fyrir allt landið.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×