Lífið

Kate Moss fyrirsæta ársins

Sumum þykir Kate Moss hafa komist allt of auðveldlega í gegnum eiturlyfjaskandalinn.
Sumum þykir Kate Moss hafa komist allt of auðveldlega í gegnum eiturlyfjaskandalinn.
Kate Moss var í gær kosin fyrirsæta ársins af breska tískuiðnaðinum á British Fashion Awards. Titillinn er veittur þeirri fyrirsætu sem þykir hafa lagt mest af mörkum á tískusenunni undanfarið ár. Tíðindin bárust á svipuðum tíma og varaforseti Kólumbíu, Francisco Santos, sagði hegðun fyrirsætunnar bera vitni um viðhorf Evrópubúa við eiturlyfjum og að henni hefði verið fyrirgefinn eiturlyfjaskandallinn of fljótt. Nú er álitamál hvort orð Santos hafi sannast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.