Dansaði fyrir milljónir Breta 5. nóvember 2006 10:00 Helga Dögg keppti í þættinum Strictly Dance Fever og komst alla leið í úrslit. Hún var því miður sú fyrsta sem kosin var heim. MYND/Hörður "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
"Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira