Dansaði fyrir milljónir Breta 5. nóvember 2006 10:00 Helga Dögg keppti í þættinum Strictly Dance Fever og komst alla leið í úrslit. Hún var því miður sú fyrsta sem kosin var heim. MYND/Hörður "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga. Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
"Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga.
Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira