Dansaði fyrir milljónir Breta 5. nóvember 2006 10:00 Helga Dögg keppti í þættinum Strictly Dance Fever og komst alla leið í úrslit. Hún var því miður sú fyrsta sem kosin var heim. MYND/Hörður "Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga. Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
"Þetta var mikið ævintýri," segir Helga Dögg Helgadóttir sem fyrr á þessu ári tók þátt í hálfgerðu dans-Idoli í Bretlandi, þættinum Strictly Dance Fever og komst langt, alla leið í tíu para-úrslit sem sýnd voru á BBC One. Keppt var í latin- og samkvæmisdönsum en þúsundir þátttakenda höfðu reynt fyrir sér í áheyrnaprófum sem haldin voru víðs vegar um Bretland þannig að baráttan var hörð. Strictly Dance Fever eru ekki ólíkir Rock Star: Supernova-þáttunum að því leyti að þeir tíu kepppendur sem dönsuðu í sjónvarpinu dvöldust í stórri villu rétt fyrir utan London og hefur dómnefndin helmingsvægi á við símakosningu áhorfenda. Helga segir að ástæðan fyrir þátttöku sinni hafi verið að dansherra hennar, Clive Uter, hafi fyrst komið að máli við hana og nefnt þetta við hana. Helga segir að sér hafi ekkert litist á þetta í fyrstu en ákveðið að slá til enda um einstakt tækifæri að ræða. Þeim Clive og Helgu var spáð mikilli velgengni en hún gekk því miður ekki eftir og voru þau fyrsta parið sem var kosið heim. "Við vorum svolítið hissa og ég verð að viðurkenna að ég var pínulítið svekkt," segir Helga. "Verðlaunin voru heldur ekki af verri endanum, fimmtíu þúsund pund og sýning á West End," bætir hún við en segir að verðlaunin hafi þó ekki orðið til þess að keppinautarnir hafi reynt að bregða fæti fyrir hvern annan, mun meiri harka sé til dæmis á milli keppenda í alvöru danskeppnum. Raunveruleika-dansþættir hafa verið að slá í gegn út um alla Evrópu og eru það ekki síst Strictly Come Dancing sem njóta mikilla vinsælda en þar fá frægir einstaklingar að æfa með afreksfólki í dansi og keppa innbyrðis í beinni útsendingu. Helga Dögg er bara í stuttu stoppi hér á landi en hún hefur búið í London undanfarin tvö ár ásamt kærasta sínum, Hannes Þór Egilssyni, sem er í dansnámi. Þar keppir hún í dansi og leiðbeinir breskum almúga hvernig eigi að stíga réttu skrefin á dansgólfinu auk þess sem hún kemur stundum hingað og kennir Íslendingum fótafimi. "Annars hefur gefist lítill tími til kennslu enda nóg að gera í að keppa," segir Helga.
Menning Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira