Sport

Raul úti, Shevchenko inni

Boltinn sem notaður verður í leik Spánverja og Úkraínumanna
Boltinn sem notaður verður í leik Spánverja og Úkraínumanna MYND/Reuters

Raul hefur leikið illa í vetur og allt bendir til þess að hann verði settur út í kuldann fyrir leikinn við Úkraínu. Búist er við að Fernando Torres og David Villa sem báðir hafa hins vegar leikið vel haldi gulldregnum úti.

Xabi Alonso leikmaður Liverpool og Barcelona leikmaðurinn Xavi eiga að stjórna miðjunni í leik Spánverja. Asier del Horno er meiddur og leikur ekki á mótinu en í stað hans kemur líklega Mariano Pernia í vinstri bakvörðinn.

Búist er við því að Shevchenko komi til með að hefja leikinn fyrir Úkraínu þrátt fyrir að hafa verið meiddur síðasta mánuðinn. Hann segist vera góður af meiðslunum og hann skoraði í æfingaleik geng Lúxemborg þann 8. júní. Það virðist vera áhætta sem Oleg Blokhin þjálfari er tilbúinn að taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×