Sport

Ítalir komnir í 4-liða úrslit

Toni og Totti sáttir í leikslok
Toni og Totti sáttir í leikslok MYND/AP

Leik Ítala og Úkraínumanna á HM í Þýskalandi er lokið með öruggum 3-0 sigri Ítala. Gianluca Zambrotta skoraði strax á 6. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0 Ítölum í vil. Luca Toni bætti tveimur mörkum við, fyrra á 59. mínútu og það seinna á 69. mínútu. Úkraínumenn áttu möguleika á að komast inn í leikinn í seinni hálfleik en fóru illa að ráði sínu í góðum marktækifærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×