Innlent

Tónskáldasjóður stofnsettur

Markmið Tónskáldasjóðs 365 er að styrkja tónskáld og textahöfunda til nýsköpunar á sviði tónlistar, eins og segir í samningi milli STEFs og 365 miðla. Styrkir úr sjóðnum munu nema allt að 6 millj. kr. á ári og er fyrirhugað að fyrstu styrkirnir verði veittir þegar á næsta ári. Tekjur sjóðsins eru annars vegar í formi umsamins hluta af höfundaréttartekjum, sem félagið greiðir STEFi og hins vegar í formi viðbótarframlags frá félaginu.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, þar af tveir tilnefndir af stjórn STEFs (Tónskáldafélagi Íslands og Félagi tónskálda og textahöfunda) og einn af 365 miðlum.

Máni Svavarsson lagahöfundur og upptökustjóri var heiðraður sérstaklega á heiðursfundi í dag fyrir framgöngu hans og framlag til íslenskrar tónlistar. Jakob Frímann Magnússon, sem skipulagði hátíðarfundinn, fullyrti að tónlist Mána í Latabæjarþáttunum væri orðin útbreiddustu íslensku tónsmíðar sem um getur og benti á að lag Mána "Bing Bang", sem nú situr í 4. sæti breska sölulistans, hefði náð gullsölu, sem miðast við 100 þúsund eintök, á nokkrum klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×