Innlent

Kona flutt á slysadeild eftir veltu á Eyrarbakkavegi

Kona var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að fólksbíll hennar valt nokkra hringi á Eyrarbakkavegi rétt upp úr sex í kvöld. Lögregla beitti klippum til að ná konunni út úr bílnum en hún var ein í bílnum. Hún stefndi í átt að Selfossi og var stödd um það bil miðja leið milli Eyrarbakka og Stekka. Lögreglan á Selfossi segir flughált á veginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×