Innlent

Landbúnaðarvörur hækka minna en vísitala neysluverðs

Mjólkurvörur hafa ekkert hækkað á árinu í heildsölu.
Mjólkurvörur hafa ekkert hækkað á árinu í heildsölu. MYND/Pjetur Sigurðsson

Landbúnaðarvörur hafa lítið eða ekkert hækkað í verði frá bændum í ár, meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,65% frá því í janúar. Bændasamtökin segja mjólkurvörur ekkert hafa hækkað í heildsölu á þessu ári og ávextir og grænmeti hafi hækkað minna en vísitala neysluverðs. Þessar vörur hafi því í raun lækkað í verði.

 

Aðrar matvörur hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs. Til dæmis hefur sykur hefur hækkað um 25 prósent og brauð og kornvörur um 9,14%. Þá hafur fiskur hækkað 13,45%.

Nánar má sjá um þetta í fréttatilkynningu frá Bændasamtökunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×