Spænski ökuþórinn Carlos Sainz hefur náð hátt í fjögurra mínútna forskoti í París-Dakar rallinu sem nú stendur yfir. Sainz sigraði með sekúndu mun á öðrum keppnisdegi sem fram fór í Portúgal, þar sem ekin var 115 kílómetra leið. Sainz ekur á Volkswagen, en næstur á eftir honum kemur Al Allyah frá Katar á BMW.

