Erlent

Með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum.

Tollverðir í Noregi stöðvuðu nýlega ferðamann sem var með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Á fréttavefnum interseafood.com segir að ferðamenn í Noregi stundi gjarnan stangveiðar við strendur landsins. Í seinni tíð séu þeir orðnir faglegir og tómstundagamanið farið að líkjast iðnaði.

Þýski ferðamaðurinn var á leið frá Senja með um 500 kíló af ufsaflökum í bílnum. Interseafood.com segir þetta svara til eins tonns af óflökuðum fiski. Í bílnum hafi verið ýmiss búnaður til flökunar og pökkunar,  m.a. búnaður til að lofttæma umbúðir. Fiskistofa Norðmanna ætlar að auka eftirlit með ferðafiskimönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×