Flytjum helst út lyf til Suður-Afríku 27. júní 2006 06:30 Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna lauk á Höfn í Hornarfirði í gær. Á fundinum var fríverslunarsamningur EFTA við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja undirritaður en þetta er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem EFTA-ríkin gera við Afríkuríki sunnan Sahara. Ísland fer nú með formennsku í EFTA og stýrði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundinum á Höfn. "Þetta er sextándi fríverslunarsamningurinn sem EFTA gerir og allir þessir samningar ganga út á það að gera viðskipti auðveldari á milli þjóða og það er okkur Íslendingum mjög mikilvægt að svo sé, þar sem við byggjum svo mjög á innflutningi og útflutningi. Þess vegna er þetta eitt jákvætt skref sem þarna er tekið, og á eftir að koma í ljós hversu miklu máli það skiptir okkur Íslendinga," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Íslendingar flytja aðallega út lyf og iðnaðarvörur til Suður-Afríku en síðastliðin þrjú ár höfum við flutt út lyfjavörur fyrir um hundrað milljónir á ári. Frá SuðurAfríku er mest flutt inn af ávöxtum og grænmeti en einnig nokkuð af drykkjarvörum og tóbaki en það er undir innflytjendum hér á landi komið hvað verður flutt inn. Löndin sem tilheyra tollabandalaginu eru Suður-Afríka, Botsvana, Lesótó, Namibía og Svasíland. EFTA-ríkin eiga einnig í fríverslunarviðræðum við meðal annars Egypta og Taílendinga og er áhersla lögð á að tengslin við Asíu. "Það er mikil áhersla lögð á Asíu, það eru mjög spennandi hlutir að gerast þar og reiknað með miklum framgangi þar á næstu árum og áratugum, þannig að það skiptir okkur máli að gera fríverslunarsamning við ríki í Asíu," segir Valgerður. Valgerður sat einnig fund með sendinefnd frá samtökum atvinnurekenda í Japan ásamt Odd Eriksen, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, og William Rossier, framkvæmdastjóra EFTA. Enginn fríverslunarsamningur er á milli EFTA-ríkjanna og Japans en á fundinum var rætt um leiðir til þess að efla samskipti ríkjanna tveggja. "Það er komið af stað og sérstaklega er það gagnvart Sviss eins og málið stendur í dag, sem sagt tvíhliða á milli Sviss og Japans, en hins vegar gerum við okkur vonir um að þau mál muni þróast þannig að það verði gagnvart EFTA-þjóðunum einnig," segir Valgerður. Aðspurð um áhuga Færeyinga á að hljóta aðild að EFTA segir Valgerður að það mál hafi verið rætt á fundinum. "Það er ekki alveg einfalt mál, en eitthvað sem við munum skoða áfram." Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna lauk á Höfn í Hornarfirði í gær. Á fundinum var fríverslunarsamningur EFTA við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja undirritaður en þetta er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem EFTA-ríkin gera við Afríkuríki sunnan Sahara. Ísland fer nú með formennsku í EFTA og stýrði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundinum á Höfn. "Þetta er sextándi fríverslunarsamningurinn sem EFTA gerir og allir þessir samningar ganga út á það að gera viðskipti auðveldari á milli þjóða og það er okkur Íslendingum mjög mikilvægt að svo sé, þar sem við byggjum svo mjög á innflutningi og útflutningi. Þess vegna er þetta eitt jákvætt skref sem þarna er tekið, og á eftir að koma í ljós hversu miklu máli það skiptir okkur Íslendinga," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Íslendingar flytja aðallega út lyf og iðnaðarvörur til Suður-Afríku en síðastliðin þrjú ár höfum við flutt út lyfjavörur fyrir um hundrað milljónir á ári. Frá SuðurAfríku er mest flutt inn af ávöxtum og grænmeti en einnig nokkuð af drykkjarvörum og tóbaki en það er undir innflytjendum hér á landi komið hvað verður flutt inn. Löndin sem tilheyra tollabandalaginu eru Suður-Afríka, Botsvana, Lesótó, Namibía og Svasíland. EFTA-ríkin eiga einnig í fríverslunarviðræðum við meðal annars Egypta og Taílendinga og er áhersla lögð á að tengslin við Asíu. "Það er mikil áhersla lögð á Asíu, það eru mjög spennandi hlutir að gerast þar og reiknað með miklum framgangi þar á næstu árum og áratugum, þannig að það skiptir okkur máli að gera fríverslunarsamning við ríki í Asíu," segir Valgerður. Valgerður sat einnig fund með sendinefnd frá samtökum atvinnurekenda í Japan ásamt Odd Eriksen, viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, og William Rossier, framkvæmdastjóra EFTA. Enginn fríverslunarsamningur er á milli EFTA-ríkjanna og Japans en á fundinum var rætt um leiðir til þess að efla samskipti ríkjanna tveggja. "Það er komið af stað og sérstaklega er það gagnvart Sviss eins og málið stendur í dag, sem sagt tvíhliða á milli Sviss og Japans, en hins vegar gerum við okkur vonir um að þau mál muni þróast þannig að það verði gagnvart EFTA-þjóðunum einnig," segir Valgerður. Aðspurð um áhuga Færeyinga á að hljóta aðild að EFTA segir Valgerður að það mál hafi verið rætt á fundinum. "Það er ekki alveg einfalt mál, en eitthvað sem við munum skoða áfram."
Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira