Innlent

15 - 20 urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirði

15 til 20 manns urðu fyrir klórgasmengun í sundlauginni á Eskifirð í dag. Allt tiltækt lögreglu- og sjúkralið á Eskifirði og nágrenni hefur verið sent að sundlauginni á Eskifirði vegna lekans.

Mjög margt var í lauginni þegar lekans varð vart og voru þónokkrir fluttir í sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Eskifirði sem og til Norðfjarðar. Að sögn eins heimamanna myndaðist öngþveiti í heilsugæslustöðinni og þegar laugin var rýmd gafst fólki ekki tími til að klæða sig heldur hélt út á götu með ekkert nema handklæði um sig.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg eitruni er en innöndun á klóri getur valdið alvarlegum skaða á lungum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×