Erlent

Svissneskur þingmaður fullviss um að Bandaríkjamenn hafi rekið leynifangelsi í Evrópu

Dick Marty, svissneskur þingmaður, stýrir rannsókn Evrópuráðsins.
Dick Marty, svissneskur þingmaður, stýrir rannsókn Evrópuráðsins. MYND/AP

Dick Marty, svissneski þingmaðurinn sem stýrir rannsókn Evrópuráðsins á hvort bandarísk stjórnvöld hafi rekið leynifangelsi í álfunni og stundað umfangsmikla fangaflutninga þeim tengdum, kveðst fullviss um að ásakanirnar eigi við rök að styðjast.

Marty mun síðar í mánuðinum greina Evrópuráðinu frá bráðabirgðaniðurstöðum sínum en á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær sagði hann allt benda til að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi rekið leynifangelsi í Evrópu.

Enn ætti þó eftir að finna óyggjandi sannanir fyrir því. Marty bætti því við að útilokað væri að starfsemi leynifangelsa hefði getað farið fram án vitneskju stjórnvalda í þeim ríkjum sem í hlut eiga og því bæru þau einnig ábyrgð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×