Erlent

Gaus fimm sinnum

Eldfjallið Augustine stendur á afskekktri og óbyggðri eyju um þrjú hundruð kílómetra suður af Anchorage í Alaska.
Eldfjallið Augustine stendur á afskekktri og óbyggðri eyju um þrjú hundruð kílómetra suður af Anchorage í Alaska. MYND/AP

Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Fjallið stendur á afskekktri og óbyggðri eyju tæplega þrjú hundruð kílómetra suður af borginni Anchorage í Alaska.

Flugfélagið Alaska Airlines varð að aflýsa tuttugu og átta flugferðum vegna eldgosins. Um það bil sextán þúsund íbúum á Kenai-skaga og Kodiak-eyju hafa verið varaðir við öskufalli.

Sérfræðingar hjá eldfjallastöðinni í Alaska óttast þó ekki að mikil aska eigi eftir að safnast saman. Nokkrum skólum á Kenai-skaga var lokað vegna gossins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×