Lífið

Gervið á bakvið glamúrinn

Coctail vomit. Þórhallur Skúlason, Sveinbjörg Pétursdóttir, Unnur Andrea Einarsdóttir og Örn Bárður Arnarsson.
Coctail vomit. Þórhallur Skúlason, Sveinbjörg Pétursdóttir, Unnur Andrea Einarsdóttir og Örn Bárður Arnarsson.

Íslenska hljómsveitin Cocktail Vomit vakið á sér athygli hérlendis sem erlendis. Á laugardag treður hún upp á Airwaves tónlistarhátíðinni og þaðan liggur leiðin til Berlínar.

Netið er okkar helsta vígi enda auðveldast að koma sér á framfæri þar núorðið, segir Þórhallur Skúlason, áður kenndur við Thúle-útgáfuna og forsprakki Coctail Vomit. Hljómsveitin sérhæfir sig í elektrónísku poppi með skírskotun í hápólitískan húmor. Sveitina skipa Unnur Andrea, Örn Bárður Arnarsson og Sveinbjörg Pétursdóttir en bandið á rætur að rekja til New York. Ég og Unnur, kærastan mín stofnuðum hljómsveit ásamt fleirum sem hafði vinnuheitið Doctor Disco Schrimp í New York. Við spiluðum aðeins úti og hérna heima. Í sumar hittum við svo Örn Bárð og Sveinbjörgu og þá fór bandið að taka á sig skemmtilega mynd og Coctail Vomit varð til.

Nafnið er frómt frá sagt óvenjulegt og útlit sveitarinnar tekur af öll tvímæli um að írónían svífur yfir vötnum. Við funduðum nokkuð oft um nafnið, segir Þórhallur. Hugsunin er sú að við séum á leið í kokteilpartí og þess vegna erum við allta í okkar fínasta pússi á tónleikum. Kokteilpartí tengjast hins vegar yfirleitt gerviglamúr og við kunnum satt best að segja ekki vel við okkur í slíkum selskap og þaðan sprettur nafnið. Hingað til hefur tónlistina eingöngu verið að finna á vefsíðunni myspace.com/cocktailvomit en að sögn Þórhalls hefur erlend plötuútgáfa boðið þeim að gefa lagið Everybody út á smáskífu. Hljómsveitin Gusgus hefur ennfremur fallist á að endurhljóðblanda lagið.

Coctail Vomit hefur spilað á nokkrum tónleikum hér á landi og erlendis og eftir viku leikur hún á skemmtistaðnum Pravda á Airwaves-tónlistarhátíðinni og senn liggur leiðin til Þýskalands. Það verður ábyggilega fjör. Orðsporið spyrst merkilega hratt út á netinu og okkur hefur verið boðið að spila víðar úti og myndum ábyggilega gera ef við hefðum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.