Lífið

Með eða án vitundar

Á sýningunni á Næsta bar eru skissur og akrýlmálverk eftir Bjarna Helgason.
Á sýningunni á Næsta bar eru skissur og akrýlmálverk eftir Bjarna Helgason.

Myndlistarmaðurinn Bjarni Helgason hefur opnað sýninguna „Undir meðvitund" á Næsta bar en þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og útprenti sem tengt er viðfangsefni sýningarinnar.

Titill vísar bæði til aðferðar listamannsins sem sækir efnivið sinn í undirmeðvitundina með aðferð súrrealistanna og hreinsar huga sinn af hugsunum og hugmyndum áður en hafist er handa. Í öðru lagi vísar titillinn til óhjákvæmilegra áhrifa meðvitundarinnar sem ávallt litar verk manna.

Skissur verkanna eru unnar í enska vasaorðabók þannig að blaðsíða er valin af handahófi og verður efsta orðið á þeirri blaðsíðu innblástur verksins og nafn þess. Sú skissa er hreinteiknuð og lituð í tölvu sem á endanum er máluð á striga. Á sýningunni eru sýnd verk af öllum stigum ferlisins. Sýningin er opin á þjónustutíma Næsta bars og stendur til 11. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.