Lífið

Völdundar vopnaðir hljóðfærum

Einstaklega frumlegir túlkendur. Norska tríóið Poing heimsækja skerið í annað sinn.
Einstaklega frumlegir túlkendur. Norska tríóið Poing heimsækja skerið í annað sinn.

Norska tríóið Poing heldur tónleika á Kaffi Kúltúr í kvöld. Tríóið hélt tónleika á vegum Norrænna músíkdaga en Poing er ein þekktasta sveit Norðurlanda sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar.

Sveitina skipa félagarnir Håkon Thelin kontrabassaleikari, Rolf-Erik Nystrøm saxófónleikari og Frode Haltli harmónikkuleikari en haft er fyrir satt að þeir séu hinir mestu völundar og hverslags músík bókstaflega leiki í höndum þeirra.

Poing kemur fram reglulega í Noregi og þeir hafa einnig leikið í flestum löndum Evrópu auk Kína og Japan. Þeir hafa starfað mikið með norsku söngkonunni Maju Solveig Kjelstrup Ratkje og hefur flutningur þeirra á sönglögum Kurt Weill og Berthold Brecht vakið verðskuldaða athygli. Þeir hafa einnig leikið með þjóðlagatónlistarmönnum víðs vegar að úr heiminum, jazztónlistarmönnum og poppsöngvurum.

Þeir munu að sögn flytja fjölbreytta og tilraunakennda tónlist í kvöld. Við elskum að að halda tónleika og hlustendur geta átt von á margskonar stílum. Þar sem við ferðumst mikið verðum við fyrir áhrifum víða að.

Poing hefur orð á sér fyrir að vera einstaklega frumlegir túlkendur enda hafa tónskáld víða um heim keppst við að skrifa verk fyrir þá, þar á meðal íslensku tónskáldin Atli Ingólfsson og Áki Ásgeirsson.

Tónleikarnir hefjast kl 20.00 en á tónleikunum koma einnig fram íslensku sveitirnar Aton og Helmus und Dalli. Aton sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar en hann hefur starfað síðan 1998. Síðarnefnda sveitin er skipuð Davíð Þór Jónssyni og Helga Svavari Helgasyni Flísverjum með meiru.Aðgangseyrir er 700 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.