Innlent

Nýtt hús fyrir eldri borgara

Í dag klukkan þrjú, tók Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs,  fyrstu skóflustungu að nýju húsi fyrir eldri borgara. Í húsinu, sem verður fimm hæðir,  verða 18 íbúðir og áætlað að þær verði tilbúnar næsta sumar.

Á jarðhæð verður þjónusta og verslanir. Soffía settist upp í gröfu og sýndi atvinnumannslega takta.  Fólk var reyndar varað við því að standa of nálægt.  Viðstaddir voru meðal annars, Jón Kristjánsson alþingismaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður, Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri og margir fleiri.  Fyrir skóflustunguna blessuðu tveir prestar framkvæmdina og báðu fyrir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×