Innlent

Lítið eftirlit á gamla lagersvæði Olís

Lítið sem ekkert eftirlit er á gamla lagersvæði Olís við Köllunarklettsveg. Undafarnar tvær vikur hafa spilliefni verið geymd þar á planinu vegna flutninga lagersins.Verið er að rýma gamla lagerinn en til stendur að afhenda Faxaflóahöfnum lóðina innan skamms.

Búið er að rýma öll húsin en eftir standa spilliefni um alla lóð sem eftir er að flytja í nýja lagerhúsnæðið. Einn maður vinnur á svæðinu á daginn við að ferja efnin og þegar fréttamann bar að garði var svæðið opið. En um leið og starfsmaðurinn sá til ferða fréttamanns þá lokaði hann hliðinu.

Svæðið er afgirt en ekki vaktað og engar öryggismyndavélar fylgjast með mannaferðum á svæðinu eftir að starfsmaðurinn fer heim. Á planinu má sjá spilliefni eins og terpentínu, klór og ediksýru svo eitthvað sé nefnt en að sögn Samúels Guðmundssonar, hjá Olís þá er ekki um verulegt magn að ræða. Á þessum myndum má hins vegar glöggt sjá að þarna eru líklega nokkur þúsund lítrar af spilliefni. Svæðið er síðan girt af eins og fyrr segir en eins og við sjáum hér þá er girðingin löskuð á fleiri en einum stað og því fremur auðvelt að komast inn á svæðið hafi maður hug á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×