Innlent

Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum

Kólnun heldur áfram á fasteignamarkaðnum og í síðustu viku var aðeins hundrað tuttugu og einum kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er 27 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna. Húsnæðiskaupveltan er því enn á niðurleið, sem hófst fyrir alvöru í síðasta mánuði. Miðað við að það getur tekið þrjár til sjö vikur frá því að samningur er gerður og þar til honum er þinglýst, eru nýjustu vaxtahækkanir bankana á húsnæðislánum og skerðing Íbúðalánasjóðs á lánahámarki, ekki farin að verða sýnileg í fasteignaviðskiptunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×