Innlent

Þrettándabrennurnar verða annað kvöld

Frá þrettándabrennu í Grafarvogi.
Frá þrettándabrennu í Grafarvogi. MYND/Valli

Engar þrettándabrennur eða skemmtanir verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en annað kvöld verður ýmislegt um að vera. Þetta er samkvæmt ákvörðun ábyrgðarmanna brennanna, fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins, Veðurstofu, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og löreglunnar.

Þrettándabrennur verða á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, á bökkunum við Gestshús á Álftanesi og við Reynisvatn til móts við Sæmundarsel klukkan sex annað kvöld. Á sama tíma verður efnt til flugeldasýninga við Gufunes í Grafarvogi og Fagralund í Kópavogi en klukkustund síðar hefst flugeldasýning við Sæmundarsel.

Hætt var við þrjár brennur, þær eru Haukabrennan á Ásvöllum, og brennurnar við Fagralund í Kópavogi og á Ægissíðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×